ig_facebook1

Öflug efnahagsstjórn fyrir fólkið í landinu

Í dag verð ég með opinn fund í Norræna húsinu kl. 20 um efnahagsmál.

Ég býð þér og þínum að koma og spjalla við mig um þetta, eitt mikilvægasta málefni okkar í nútíð og framtíð. Verkefnalistinn er langur:

  • Ríkissjóður þarf að vera rekinn með afgangi svo unnt sé að byrja að borga niður skuldir og spara þannig vaxtagreiðslur.
  • Skattar þurfa að lækka, bæði á fólk og fyrirtæki. Áhrifin munu hvetja til aukins framtaks og hagvaxtar.
  • Nýta þarf á sjálfbæran hátt auðlindir landsins.
  • Eyða þarf pólitískri óvissu um rekstrarumhverfi fyrirtækja og afnema þarf gjaldeyrishöftin.

Takist okkur ofangreint, og það er vel gerlegt, verður jafnt og þétt hægt að bæta lífskjör almennings. En ekki skiptir síður máli að þetta er eina leiðin til þess að verja sjúkrahúsin, elliheimilin, skólana og aðra þá þjónustu sem samstaða er um að ríkið eigi að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.

Kær kveðja,
Illugi

 

Segðu þína skoðun